Galinn hugarheimur

Punktar

Þjórsárfundurinn gaf glimrandi innsýn í galinn hugarheim stjórnmálanna. Árni Mathiesen var einn um að vilja ekki stöðva virkjun í neðri Þjórsá. Hann notaði orðalagið, að ekki sé hægt að tala um virkjun fyrr en kaupandi sé kominn að orkunni. Þetta þýðir á íslenzku: Ekki tala um þetta mál við mig. Bjarni Harðarson lýsti hins vegar stefnu Framsóknarflokksins: Gott væri að stöðva þetta mál, en það er samt tæplega hægt. Framsókn hefur nefnilega tekið upp þá stefnu, að stóriðjustefna sé náttúruafl að ofan. Það sé ekki sé háð mannlegum vilja og komi ríkisstjórn og Framsókn ekkert við.