Gallaða himnaríkið

Punktar

Þótt ég sé hrifinn af Evrópu og Evrópusambandinu, geri ég mér grein fyrir ýmsu ólagi. Jean-Claude Juncker er spilltur pólitíkus, sem ræður ekki við framtíð Evrópu. Gullni meðalvegurinn hefur ekki fundizt milli sparnaðar Angelu Merkel og atvinnuverndar François Hollande og Matteo Renzi. Sem betur fer tekur enginn samt lengur mark á David Cameron. Í Suður-Evrópu er óbærilegt atvinnuleysi og svikult Grikkland verður rekið úr evrunni. Franskir bankar tapa á yfirvofandi gjaldþroti grískra banka. Fjölmenning hefur beðið skipbrot, einkum í Þýzkalandi og Frakklandi. Evrópa verður að taka fastar á skertri aðlögunarhæfni múslima.