Gallaðar skoðanakannanir

Punktar

Löngum hafði ég mesta trú á könnunum Fréttablaðsins, enda voru þær oftast nálægar kosningaúrslitum. Efast hins vegar um gildi þess, að minnka fjölda óákveðinna með því að spyrja þá ítrekað um líklegan flokk og sérstaklega um Sjálfstæðisflokkinn. Þannig var svarhlutfalli lyft úr 53% í 69%. Ég efast líka um könnun, sem ekki tekur á boðuðu framboði þeirra, sem hröktu fyrri ríkisstjórn frá völdum. Ég held, að fylgi flokkanna sé ofmetið í könnuninni, einkum Sjálfstæðisflokksins. Draga þarf nokkra þingmenn frá flokkunum vegna þessa. Mikilvægt er, að kannanir taki á sérstæðum skilyrðum líðandi stundar.