Gallaðir mælikvarðar

Punktar

Mælikvarðar Transparency International á spillingu eru gallaðir, ef ekki fráleitir. Árum saman hefur Ísland verið mælt með nánast enga spillingu. Samt hefur lýðveldið frá upphafi einkennzt af sumum þáttum spillingar. Þar ber hæst flokksrækni og frændrækni, skort á gegnsæi. Klíkuskapur einkenndi loftbólutímann fyrir hrun. Helztu gerendur voru Sjálfstæðis: Pólitíkusar, embættismenn, bankastjórar, viðskiptajöfrar. Framsókn var deild í klíkunni. Eftir hrunið hefði mátt reikna með endurskoðuðum mælikvörðum. En svo er ekki, þeir eru óbreyttir. Varpar skugga á Transparency International.