Gallerí, leikhús, kirkja

Veitingar

Kostar 20.000 á mann að borða á El Bulli, frægasta veitingahúsi heims, við landamæri Spánar og Frakklands. Ferran Adriá kokkar 40 rétta matseðil, sem er fremur listaverk en matur. Fæst er eins og það sýnist. Olífuolía lítur út eins og járnvír, svínafita eins og risavaxin græn baun. Sósa með humri er græn, búin til úr grænu tei. Ostrur líta út eins og laufblað. Þjónar eru fleiri en gestir, segja þér, hvernig á að snæða hvern rétt. Þetta er blanda af galleríi, leikhúsi og kirkju. Þarna hefur myndlistar-árátta matargerðar nútímans náð fullkominni úrkynjun. Pantaðu borð með tveggja ára fyrirvara.