Allir aðilar, sem reglubundið selja mér vörur og þjónustu, koma fram í heimabankanum. Þar sé ég, hvenær ég á að borga síma, tryggingar, rafmagn, netþjónustu, hita. ISNIC er eini aðilinn, sem ekki er í skránni, einokrari, sem lifir á að selja okkur veflén af ættinni .is fjórum eða fimm sinnum dýrar en tíðkast í öðrum löndum. Ekki veit ég, hvers vegna það er einmitt tæknistofnun uppi í Háskóla Íslands, sem er mest gamaldags fyrirtæki á Íslandi og notar enn fax á tíma pappírslausra viðskipta. Sennilega nennir einokrarinn bara ekki. En Samkeppnisstofnun er skylt að líta á verðlagið þar á bæ.