Rétt er hjá Friðjóni R. Friðjónssyni, að slæmur minnisleki varð hjá mér í starfsögunni “Frjáls og óháður”. Frásögnin af samskiptum mínum og Magnúsar Óskarssonar borgarlögmanns við Birgi Ísleif Gunnarsson borgarstjóra er rangt tímasett. Voru ekki fyrir kosningarnar 1982, heldur kosningarnar 1978. Að öðru leysi stendur sagan eins og hún er sögð í bókinni. Raunar hefur alltaf verið galli við minnið, að ég hef átt erfitt með að tímasetja atburði langt aftur í tímann. Man atburðarásina, en ekki tímasetningarnar. Oft þarf ég að fara í aðrar heimildir til að finna rétta tímann. Það kom ekki með ellinni.