Gamalt fólk margfaldast

Punktar

Fólk er farið að lifa skelfilega lengi. Verður 85 ára, sumir jafnvel 100. Kostnaður við heilsufar gamals fólks vex hröðum skrefum. Þótt menn hafi sumpart ágæt eftirlaun, segja þau lítið upp í þann kostnað. Í okkar álfu er samkomulag um, að ríkið sjái um hann. Hins vegar hafa ekki verið gerðar ráðstafanir til að mæta skuldbindingum náinnar framtíðar. Það vantar fé. Vill unga fólkið standa undir þessu, auk þess að vaka yfir gamla fólkinu? Verður ekki eina leiðin að viðurkenna, að ekki sé unnt að margfalda kostnað endalaust? Neyðist kerfið ekki til að velja kostnað og hafna kostnaði?