Gamalt ríkishlutverk

Punktar

Landvarnir og löggæzla eru elzta hlutverk stjórnvalda. Síðan komu takmarkanir á meðferð þessa valds. Snemma varð póstvesenið eitt af mikilvægustu hlutverkum stjórnvalda. Nú er verið að einkavæða póstinn, til góðs eða ills. Vel geta aðstæður verið slíkar, að slíkt komi til greina. En hugsa þarf málið vel vegna gróinnar stöðu þjónustunnar hjá sjálfu ríkisvaldinu. Ástæða var fyrir því á sínum tíma, að ríkið tók hana að sér. Nýjar og aðrar ástæður þurfa að vera knýjandi til að geta breytt þeim gömlu forsendum. Ekki nægir þorsti gróðafíkla í aðgengi að einkavinavæddri einokun. Sú hefur hér ætíð reynzt vera ástæðan.