Þrátt fyrir hrun og búsáhaldabyltingu og fögur orð um nýtt Ísland er flest við það sama. Dómstólar og embætti og pólitíkusar eru gamla Ísland. Heilir stjórnmálaflokkar starfa fyrir bófaflokka auðmanna og ríkisstjórnin lætur ítrekað undan síga. Dómarar breikka gjána milli réttlætis og dómahefðar, en lögum er samt ekki breytt til að laga stöðuna. Þótt heilar stofnanir skaði samfélagið, svo sem Persónuvernd og Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, er ekki breytt lögum og reglum. Alþingi er áhrifalaus klúbbur, sem málþófsbófar hafa tekið herskildi. Og kjósendur vilja fá verstu bófana aftur til valda í vor.