Valnefnd úrskurðaði einn umsækjanda hæfastan í embætti sýslumanns á Húsavík. Ögmundur Jónasson réði annan. Kærunefnd úrskurðaði, að ráðherrann hefði ekki farið að lögum. Ögmundur lýsir yfir, að sér komi það andskotann ekkert við. Hann viti betur, gæludýr sitt sé hæfast. Ögmundur gefur lögunum langt nef, setur eigið samvizkuleysi og dómgreindarleysi ofar lögum. Auðvitað gengur ekki, að ráðherra hagi sér svona dólglega. Svona vinnubrögð spilla því góða, sem ríkisstjórnin gerir inn á milli í bland. Ögmundur er fyrir löngu orðinn dragbítur á virðingu fólks fyrir pólitík. Hann er gamla Ísland holdi klætt.