Gömul grilla segir ekki mega byrja málsgreinar á OG eða EN: “En spurt er, hvort kurteisi sé ei matsatriði. Og sé svo, hvaða reglum er þá hægt að beita.” Eða: “Sakborningurinn virtist í uppnámi. En sækjandinn sagði …” Oftast þarf ekki að nota þessi orð í upphafi og þá má sleppa þeim. Tvær málsgreinar, sem standa saman innan málsliðar, eru um skylt efni. Óþarfi er að tengja þær sérstaklega með smáorðum. Byrja má málsgreinar á ÞAR SEM og SEM. “Þar sem vitað er um innihaldið, getum við gagnrýnt það.” Enda má málsgreinar með forsetningu: “Reglur eru til að lemja nemendur með.”