Þrátt fyrir breytingar er Fjármálaeftirlitið enn vanhæft. Er undir stjórn vanhæfra manna, sem neita að gefa upplýsingar og kæra blaðamenn fyrir stuld á upplýsingum. Bankarnir eru enn vanhæfir. Eru undir stjórn vanhæfra manna, sem ráða græðgiskarla framhjá lögum um auglýsingar lausra starfa. Rannsókna- eða sannleiksnefnd Alþingis er vanhæf. Er undir stjórn vanhæfs kerfiskarls, sem reynir að sparka nefndarmanni, sem einn nýtur trausts. Matsnefnd um Seðlabankastjóra er vanhæf. Telur aðild að rangri peningastefnu gefa til kynna sérstaka hæfni. Gamli tíminn er enn á fullu á tíma nýrra stjórnvalda.