Mér finnst ég vera meira lesinn á vefnum en ég var á prenti. Að minnsta kosti vita fleiri af því. Sumpart er þetta sama fólkið, en sumpart hafa gamlir kúnnar dottið út og nýir komið inn. Gamla fólkið notar ekki vefinn og unga fólkið notar ekki prentið. Skoðanir í leiðurum og kjöllurum á prenti verða smám saman úrelt fyrirbæri. Þær duga aðeins snillingum á borð við dr. Gunna og Davíð Þór, Guðberg og Erp. Allur þorri leiðara og greina í Mogganum er til dæmis ólæsilegur. Sama er auðvitað að segja um bloggið á vefnum. En gullmolunum þar fjölgar og þeir rotta sig saman á safnsíður.