Mistök saksóknara Alþingis felast fyrst og fremst í að láta ekki sérfræðinga meta, hvað Geir H. Haarde hefði getað gert. Þar er stórt gat í málflutningi fyrir Landsdómi. Saksóknari hefði átt að kveðja til vitni, sem geta fjallað á óhlutdrægan hátt um ýmsa kosti í stöðunni á ýmsum tímum. Þeir hefðu ekki verið sammála, en samanlagt hefði þeir getað veitt okkur innsýn í stöðuna. Hefði verið mun betra en núverandi rugl um, að Geir hefði ekki getað hindrað hrunið. Afglöpin felast ekki í skorti á stöðvun, heldur í skorti á aðgerðum við að takmarka tjón. Skyldur hans voru við almenning, en ekki við bankana.