Frægasti rannsóknablaðamaður heims, Seymour M. Hersh, birtir í nýjasta New Yorker gein um Abu Ghraib hneykslið. Þar er meðal annars viðtal við Antonio M. Taguba hershöfðingja, sem stjórnaði rannsókn pyndinganna þar. Af frásögn hershöfðingjans sést, að helztu ráðamenn Bandaríkjanna og hersins eru rakin illmenni, sem eiga heima á geðveikrahæli. Einkum er rakinn þáttur Donald Rumsfeld, þáverandi stríðsráðherra. Hann og George W. Bush forseti studdu pyndingarnar eindregið og reyndu að bregða fæti fyrir rannsóknina. Hersh hefur alltaf haft rétt fyrir í rannsóknum sínum. Allt frá My Lai árið 1969.