Geðsjúklingar skjóta elgi

Punktar

Rithöfundurinn Henry David Thoreau sagði einu sinni, að ekki væri hetjulegt að skjóta elg. Þetta væru elskuleg dýr. Að skjóta þau væri svipað og að skjóta hest nágrannans. Ég vil ganga lengra og segja: Þetta eru hægfara dýr. Að skjóta þau er svipað og að skjóta kú nágrannans. Þegar repúblikanar stæra sig af elgsveiðum Sarah Palin, fæ ég gæsahúð. Elgsveiðar hennar eru dæmigert bandarískt drápsæði. Viljinn til að skjóta allt, þótt það hreyfist varla. Elgsveiðar repúblikana líkjast utanríkisstefnu þeirra: Drepa, drepa. Því fyrr, sem mannkynið losnar við völd geðsjúklinganna, þeim mun betra.