Geðþekkar hótanir

Punktar

Pervez Musharraf, harðstjóri Pakistans, sagði í viðtali fyrir helgina, að eftir eyðingu tvíburaturnanna árið 2001 hefðu Bandaríkin hótað Pakistan illu, ef það styddi ekki baráttu Bandaríkjanna gegn Afganistan. Þeir hótuðu að sprengja Pakistan aftur á steinöld, sagði Musharraf, og vísaði til ummæla Richard Armitage, sem þá var aðstoðarutanríkisráðherra hjá George W. Bush. Hvorugur þeirra kannast við neitt og tala eins og Musharraf hafi dreymt þetta. Musharraf sagðist hafa tekið afstöðu með þjóðarhagsmuni Pakistans í huga. Skyldu fleiri viljug ríki vera svona til komin?