Geðveikrahælið

Punktar

Oddviti meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, Harry Reid, segir hernámsstefnuna gjaldþrota í Írak. Ekki hafi neinn tilgang að senda þangað fleiri hermenn. Blóð mun áfram renna, þótt reistir verði múrar víða um land. Því að trúarflokkarnir eru að undirbúa valdatöku eftir brottför hernámsliðsins. Sjítar munu þá fara með sigur af hólmi, því að þeir eru helmingur íbúanna. Sjítar ráða líka ferðinni í Íran, sem ráðamenn Bandaríkjanna og John McCain forsetaframbjóðandi vilja sprengja í tætlur. Í Guardian er Hvíta húsið í Washington kallað “geðveikrahæli”.