Ég styð málflutning Guðmundar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. Hann bendir á, að ríkið geti notað sjóðinn til að vinna gegn kólnun eða frosti á fasteignamarkaði. Með því að breyta reglum sjóðsins. Til dæmis með því að láta hámarkslán fylgja þróun fasteignaverðs. Núverandi mið af brunabótamati takmarki getu sjóðsins til að lána út á eldri eignir. Einnig megi leyfa sjóðnum að hækka lánshlutfallið úr 80 í 90%. Kjarni málsins er, að ríkið getur notað Íbúðalánasjóð til að draga úr sveiflum. Enn sjáum við, hversu afleitt hefði verið að leggja niður sjóðinn að kröfu bankanna.