Gegn þróunarkenningunni

Punktar

Ratzinger nazistapáfi í Róm hefur tekið upp andstöðu við þróunarkenningu Darwins, sem er undirstaða náttúruvísinda nútímans. Hann er í flokki með trúarofstækismönnum í Bandaríkjunum, sem ritskoða kennslubækur og banna kenninguna í skólum. Hún var fyrir tíu árum óbeint samþykkt af forvera hans, Jóhannesi Páli páfa. Að undirlagi Ratzingers, sem nú heitir Benedikt páfi, er í þessari viku haldin ráðstefna kaþólskra róttæklinga til að undirbúa harðara afturhald Páfastóls í ágreiningsmálum trúar og vísinda. Meginþáttur afturhvarfsins felst í að falla frá þróunarkenningunni.