Gegnsæ dagblöð

Punktar

Sum erlend dagblöð halda stöðu sinni, þrátt fyrir almenna, hægfara minnkun blaðalestrar. Guardian í Bretlandi, Washington Post í Bandaríkjunum og ýmis fleiri blöð hafa gert ráðstafanir til að efla trúnað lesenda. Þau hafa á síðustu fimm árum snúið við þverrandi trausti, sem einkennir flest önnur dagblöð Vesturlanda. Þau hafa tekið upp símenntun starfsfólks og komið sér upp umboðsmanni lesenda, sem rýnir blaðið í vikulegum greinum. Þau halda úti öflugu samtali í bloggi, þar sem fólk gagnrýnir fréttastefnu blaðsins. Kjarninn í þessu öllu er, að þau hafa gert sig gegnsærri en áður.