Gegnsæ gögn um skólana

Punktar

Auðvitað á að birta Pisa-gögnin um misjafna frammistöðu skóla. Stjórnsýsla á að vera opin og gegnsæ. Sumir telja sig vera handhafa þekkingar. Óttast, að fólk trufli gangverkið í samtali sérfræðinganna. Einkum óttast þeir, að fólk yfirtaki umræðuna, knýi fram breytingar á kerfinu. Sú er martröð kerfiskarla. Pisa-gögnin eru að vísu ófullkomin og skólamenn ósammála um, hvernig eigi að túlka þau. Fráleitt var samt að reyna að fela gögnin fyrir fólki. Vitneskja fólks þrýstir á breytingar og endurbætur skóla. Hún eykur virkni kerfisins. Gögnin voru loksins svæld út úr kerfiskörlunum og það er vel. Lifi gegnsæið.