Góð reynsla er af að láta sömu lög og reglur gilda hér á landi og í þeim löndum, sem við höfum mest samskipti við. Þess vegna höfum við tekið upp og erum enn að taka upp aragrúa af evrópskum reglum, sem meðal annars hafa að markmiði að auka í senn frelsi og aðhald í efnahagslífinu. … Slæm reynsla er hins vegar af þeirri skoðun, að Ísland sé öðru vísi en önnur ríki og þess vegna eigi að hafa hér öðru vísi lög og reglur en í nágrannalöndunum, svo sem haldið var fram í svonefndri Eysteinsku. Þá ríktu hér Fjárhagsráð og fleiri skömmtunarstofur, svo og margs konar krónugengi. … Vegna þessa er ekki skynsamlegt að setja hér á landi séríslenzk lög og séríslenzkar reglur gegn einokun og hringamyndun …