Gegnsæi er lykilorð lýðræðis. Við búum við heft lýðræði, því að brugðið er hulu yfir ótal atriði. Fjármál og eignarmál eru flokkuð sem einkamál til að fela svindl. Dæmi um það eru fjármál flokka og frambjóðenda í prófkjöri. Annað dæmi er bifreiðaskrá og fasteignaskrá, þar sem ekki er hægt aða leita eftir kennitölum. Þriðja dæmið er Íslendingabók, þar sem ekki er hægt að rekja ættir annarra. Feluleikur kerfisins er ættaður frá aldagömlu bákni embættismanna, sem starfar leynt og ljóst gegn lýðræði. Þaðan hefur komið persónuverndin, sem bregður huliðshjálmi yfir skúrka samtímans.