Gegnsæi í skattskrám

Punktar

Skattskrár eru brýnn þáttur gegnsæis í lýðræðisþjóðfélagi. Ungir sjálfstæðismenn mótmæla opnun þeirra, því að þeir vilja, að fjármál manna séu leyndarmál, á þessu sviði sem öðrum. Þeir eru auðvitað líka andvígir, að opinberuð séu framlög manna og fyrirtækja til flokka og framboða. Ungir og gamlir sjálfstæðismenn vilja, að fjármál séu einkamál, ekki hluti af opnu lýðræðisþjóðfélagi. Mikilvægt er, að lýðræðissinnar verjist ofbeldi ungra sjálfstæðismanna á skrifstofum skattstjóra, því að ofbeldið er fjandsamlegt gegnsæju og heilbrigðu lýðræði.