Öll ríki Bandaríkjanna hafa sólskinslög, sem skylda opinbera aðila að láta gögn sín liggja frammi. Séu gagnabankar til, er skylt að veita fjölmiðlum aðgang. Margar stofnanir hafa öll skjöl á vefnum. Munur sólskinslaganna og íslenskra upplýsingalaga er ferlegur. Bandarískir fjölmiðlar fá aðgang að gagnabönkum, ýmist á DVD-diskum eða með beinlínutengingu. Þar má nota hvers konar leit og tengja gagnabanka með kennitölum. Óskum um aðgang er svarað í hvelli. Í gegnsæi eru Bandaríkin ljósárum á undan Íslandi. Hjá Persónuvernd hins gerspillta Íslands er passað upp á, að bófarnir fái frið fyrir gegnsæi.