Gegnsæi þar – leyndó hér

Fjölmiðlun

Öll ríki Bandaríkjanna hafa sólskinslög, sem skylda opinbera aðila að láta gögn sín liggja frammi. Séu gagnabankar til, er skylt að veita fjölmiðlum aðgang. Margar stofnanir hafa öll skjöl á vefnum. Munur sólskinslaganna og íslenskra upplýsingalaga er ferlegur. Bandarískir fjölmiðlar fá aðgang að gagnabönkum, ýmist á DVD-diskum eða með beinlínutengingu. Þar má nota hvers konar leit og tengja gagnabanka með kennitölum. Óskum um aðgang er svarað í hvelli. Í gegnsæi eru Bandaríkin ljósárum á undan Íslandi. Hjá Persónuvernd hins gerspillta Íslands er passað upp á, að bófarnir fái frið fyrir gegnsæi.