Gegnsæi Valgerðar

Punktar

Valgerður Sverrisdóttir vill auka gegnsæi í stjórnsýslunni og hefur birt nokkra viðauka við varnarsamninga. Ef það er upphafið að öðru meira, er það hið bezta mál, sem mun halda nafni Valgerðar á lofti. Ef hins vegar þetta er aðferð George W. Bush, sem reyndi að henda ruðum í demókrata, þá dugar það ekki. Það er ekki hægt að velja leyniskjöl til birtingar, enda neituðu demókratar að taka þátt í því. Of snemmt er að meta, hvort frumkvæði Valgerðar er upphaf nýs tíma gegnsæis í stjórnmálum. Við skulum fylgjast vel með framhaldinu. Og mey skal að morgni lofa.