Gegnsæir fjölmiðlar

Punktar

Fyrir aðeins tveimur árum var áttu þrír fjölmiðlar af sex við geigvænlegan peningavanda að stríða. Þeim var bjargað fyrir horn hverjum á fætur öðrum, svo að nú eigum við aðgang að sex fullburða fréttastofum í stað þriggja, sem annars hefði verið. Þetta heldur uppi hollri samkeppni í fréttum. … Allir þessir fjölmiðlar eru gegnsæir almenningi. Vitað er, hverjir eiga þá og í hvaða hlutföllum. Stjórnendur og starfsmenn eru þekktir. Vitað er, hverjir auglýsa í þeim. Með samanburði frétta geta notendur áttað sig á sérkennum hvers fjölmiðils og metið, hvort efni hans sé brenglað. Af framangreindum ástæðum blómstrar fréttamennska sem sjaldan fyrr. …