Belga Queen er þrauthannað veitingahús í sjöhundruð ára gamalli korngeymslu í miðbæ Gent í Belgíu. Stál og gler er látið æpa á forna múrsteinsveggi. Við göngum á stálbrú yfir aðalsalinn að borði okkar. Salernin eru uppi á þriðju hæð í röð, bak við risastóra glerveggi. Samkvæmt kenningunni eiga glerin að verða mött og ógegnsæ, þegar viðskiptavinur fer inn. Eitthvað stóð tæknin á sér, er ég var þarna. Konurnar skræktu. Frestaði frekari aðgerðum til betri tíma. Stælar frá 2007, ætlaðir nýríkum. En Belga Queen þarf nú að bjóða túristum góðan hádegismat, grænmetissúpu og innbakaðan lax, á 3.000 krónur.