Engan vanda leysir að fela ríkisendurskoðanda að fylgjast með fjárreiðum stjórnmálaflokka. Ríkisendurskoðandi er ekki umboðsmaður kjósenda og nýtur ekki trausts þeirra. Kjósendur eru litlu nær, þótt embættismaður kerfisins stimpli á bókhald flokka og segi ekkert vera athugavert við það. … Munurinn á bananalýðveldinu Íslandi og alvöruríkjum beggja vegna Atlantshafsins er ekki sá, að trúnaðarmaður kerfisins sjái þar gögn, en ekki hér. Munurinn er ekki sá, að þar séu greiðslur bannaðar, en ekki hér. Munurinn er ekki sá, að þar séu sett einhver mörk á fjárhæðir, en ekki hér. …