Þegar ég var yngri, flaggaði yfirstéttin ekki auði sínum. Lífsstíll hennar var í grundvallaratriðum svipaður og annarra. Bjó jafnvel á hæð í tvíbýlis- og þríbýlishúsi. Geir Hallgrímsson barst ekki á, þótt ríkur væri. Síðan kom kenning Hannesar Hólmsteins: “Græðgi er góð”. Þá hófst geggjun, sem endaði með hruni á ofanverðu 2008. Eitthvað brast í höfðinu, nýríkir fóru að berast á, flagga auði. Þjóðin samþykkti. Svo langt gekk ruglið, að 40% þjóðarinnar lögðu á sig aktygin. Veittu tveim silfurskeiðungum brautargengi til að mynda stjórn í glæsilegum sumarhöllum ættanna. “Auðstétt með auðstétt” er málið.