Húsvíkingar biðja ríkið um álver, Bolvíkingar biðja ríkið um ígildi álvers. Um allt land biðja menn ríkið að skaffa. Alls staðar er uppgjafartónn í fólki, sem situr og bíður eftir hjálp úr ráðuneytinu. Það hefur gefizt upp á að reyna að bjarga sér sjálft. Sjaldan hefur ríkisforsjá verið í meiri metum en einmitt núna. Þótt mjög sé talað um einkavæðingu, eru menn víða um land sannfærðir um, að ekkert geti bjargað fjárhag þeirra annað en aðkoma ríkisvaldsins. Álver væri bezt, ríkiskontór næstbeztur. Og ekki gleyma að gefa háskóla í hvern hrepp. Gerviskóli er betra en ekkert.