Geir Jón tók forustu

Punktar

Geir Jón Þórisson tók klára forustu í baráttunni um sæti annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Sakaði ónefndan þingmann Vinstri grænna um að hafa stjórnað óeirðum við Alþingishúsið 20. janúar 2009. Hann átti við Álfheiði Ingadóttur. Björn Bjarnason, þáverandi ráðherra, hafði áður sakað hana um að hafa stjórnað aðgerðum um farsíma innan úr húsinu. Þeim mörgu, sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni 2009, er ekki skemmt. En Geir Jón getur ekki sannað fullyrðingu sína, né geta aðrir hafnað henni. Hún er því skothelt innlegg í áróðri til að koma inn hjá flokkshestum, að Geir Jón sé réttur frambjóðandi.