Geir var óhæfur kapteinn

Punktar

Eins og fjölmargir Íslendingar var Geir H. Haarde ekki hæfur til að gegna starfi sínu. Hann var pokapólitíkus, sem trúði á stefnu einkavinavæðingar og eftirlitsleysis. Allt árið 2008 var hann á flótta undan óveðursskýjum, sem hrönnuðust upp í bönkunum. Viðbrögð hans voru einkum afneitun og vanræksla. Ljúgandi út og suður, bæði heima og erlendis, í vissu þess, að blaðran mundi hjaðna. Hann fór ekki eftir verklagsreglum, hélt upplýsingum leyndum fyrir ráðherrum, lét ekki skrá umræðuefni krísufunda. Enn í afneitun. Kennir öllu öðru um en sjálfum sér um hrunið. Siðblindur karl, óhæfur strandkapteinn.