Í gær segir Mogginn mér, að “karlmaður” hafi verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir langvinna misnotkun tveggja smábarna. Á sömu síðu segir blaðið, að “mennirnir” fimm, sem réðust á fíkniefnalöggur, hafi verið settir í farbann. Nokkru aftar segir blaðið, að sex “sakborningar” hafi verið við þingfestingu Fáskrúðsfjarðarmálsins. Á sömu síðu segir blaðið mér, að fáeinir “grunnskólar” skeri sig algerlega úr í lélegum árangri í samræmdum prófum. Engin nöfn voru nefnd í þessum fréttum. Regla geldfrétta er þessi: Ef einhver getur orðið sár, þá er aðalatriði fréttar ekki birt.