Hálfdauð tunga Íra, gelíska, er orðin viðurkennt tungumál hjá Evrópusambandinu, tungumál númer 21. Frá og með árinu 2007 verða öll skjöl Evrópusambandsins á þessu tungumáli, sem Írar eru að reyna að endurnýja, þótt þeir hafi flestir ensku að móðurmáli. Þar sem íslenzka er ekki mál neinnar þjóðar í Evrópusambandinu, er hún ekki ein af þessu 21 tungumáli, sem njóta sérstaks forgangs sambandsins. Þetta er eitt dæmi af mörgum um, að við förum á mis við ýmislegt með því að vera ekki í þessu ágæta sambandi, sem nánast öll ríki Evrópu nema Norðmenn og við vilja vera í fyrir alla muni.