Ashley Norris segir í Guardian, að ráðamenn Nokia telji, að gemsar verði eina tækið, sem fólk beri á sér í framtíðinni. Við sjáum nú þegar eða heyrum um gemsa, sem senda tölvupóst og taka við honum, sem taka myndir og senda þær, sem leika hljómlist, geyma tölvuleiki og vafra um veraldarvefinn. Hann efast hins vegar um, að þeir, sem hafa vanizt Apple iPod fyrir tónlist og Nintendo Gameboy fyrir leiki, muni sætta sig við takmarkað svigrúm gemsans á þessum sviðum.