Gengi krónunnar er ekki of hátt, það er of lágt. Fram eftir áratugum voru tíu íslenzkar krónur á móti hverri danskri, en nú eru þær orðnar tólf. Það er auðvitað ekki rétt hlutfall. Krónan hefur fallið með dollar, þannig að evran er komin í 90 kall og pundið í 130. Svo segja menn, að hagkerfið sé fínt. Ég vildi ekki vera forsætisráðherra með svo lélega krónu á bakinu. Ég mundi að minnsta kosti ekki fjölyrða mikið um góða hagstjórn. Lágt gengi krónunnar endurspeglar samt ekki styrk hagkerfisins, heldur er það ein af mörgum tegundum herkostnaðar af eigin mynt.