Gengislækkun orða

Punktar

Oft þarf að nota sterk orð, því að veruleikinn er svo stór. Stundum verður þó gengislækkun orða. Til dæmis er orðið einelti oftar notað en ástæða er til. Skrítið orðaval er hjá rugludalli á Akureyri, sem sakar ráðherra um þjóðernissósíalisma, það er nazisma. Magnús Þór Ásgeirsson er þar að ræða um afgreiðsluna á kaupum Grímsstaða á Fjöllum. Hann er úti á túni í orðavali. Annar rugludallur er Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður. Talar um “svokallað” hrun, eins og það hafi aldrei orðið. Áður hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins talað þannig, en nú eru framsóknarmenn byrjaðir. Vita upp á sig skömmina.