Gera grín að ruglinu

Punktar

Gaman er að sjá lífskraftinn í Verkalýðsfélagi Akraness og bera hann saman við volæði Alþýðusambandsins. Skagamenn hafa tekið áróður atvinnurekenda og snúið honum á haus. Gera það með fyndni, sem er venjulega ósigrandi, öll fyndni er ósigrandi. Í gríni félagsins er tekið á sjálfvirkum flaumi af rugli úreltra hagfræði-hugtaka. Ruglið einkennir síðustu móhíkana gjaldþrota græðgiskerfis. Með síðustu móhíkönum á ég líka við verkalýðsrekendur Alþýðusambandsins. Þeir hafa kokgleypt ruglið úr atvinnurekendum. Málið er, að vitlaust er gefið í spilinu. Að lágmarkslaun eiga að nema hálfri milljón á mánuði fyrir skatta.