Í gamla daga, á tíma Bjarna Ben eldri, var Sjálfstæðisflokkurinn sæmilegur. Gekk ekki linnulaust erinda auðbófa. Tók tillit til láglaunafólks og hafði verkalýðsforingja innan sinna vébanda. Með Davíð Oddssyni varð flokkurinn smám saman að skrímsli. Tók trú á hugmyndafræði græðginnar. Nú sinnir hann eingöngu hagsmunum ríkasta prósentsins. Það hefur flokkur Bjarna Ben yngri gert frá byrjun stjórnar hans til dagsins í dag. Beitir sjúklinga og öryrkja ofbeldi. Keyrir á einkavinavæðingu innviða samfélagsins. Er kominn upp að amerísku teboðshreyfingunni. Þar er Framsókn fyrir, köttur í bóli bjarnar.