Gerðardómur er í lagi

Punktar

Ef lög eru sett gegn verkfalli, eiga þau að vísa málinu til gerðardóms, ekki bara fresta verkfalli. Að því leyti er lagafrumvarpið gegn flugmannaverkfalli betra en lögin, sem sett voru gegn verkfalli á Herjólfi. Frestun á verkfalli verður óhjákvæmilega í þágu atvinnurekenda. Þeir sjá sér smám saman hag í að semja alls ekki, heldur fá öllu frestað. Gerðardómur er hins vegar endanleg afgreiðsla og málsaðilar verða að sætta sig við niðurstöðuna. Brýnt er, að slíkur aðili sé ekki bundinn af hagsmunum, til dæmis óskhyggju stjórnvalda um verðlag eða þjóðarsátt. Gerðardómur þarf að afla sér trausts eins og aðrir.