Gerðu okkur að fátæklingum

Veitingar

Kíkti á verðlag nokkurra hjartkærra veitingahúsi úti í hinum víða og frjálsa heimi. Kvöldmatur á Senderens á place de la Madeleine kostar 18.000 krónur á mann og á Alain Ducasse á avenue Montaigne kostar 34.000 krónur á mann. Ef við förum á vinstri bakka Signu kostar maturinn 38.000 krónur á mann á Arpège á rue de Varenne. Íslendingar geta greinilega ekki lengur verið matgæðingar úti í Evrópusambandinu. Svo er fyrir að þakka stefnu Hannesar Hólmsteins og verkum Davíðs Oddssonar, sem leiddu til hruns krónunnar. Þeir félagar og flokkur þeirra þurfa greinilega að svara mér fyrir þungar sakir.