Gerið díl við Winkel

Punktar

Páll Winkel stendur þvert í vegi brýnustu úrbóta í vistun dæmdra fanga. Hann vill ekki vinnubúðir álversins á Reyðarfirði, sem bíða tilbúnar eftir biðlistanum langa. Hann vill heldur gæzluvarðhald í Hólmsheiði, sem tekur tvö-þrjú ár að steypa upp. Auðvitað vantar slíkt fangelsi, en brýnna er að stytta biðlistann. Ég legg til, að innanríkisráðherra geri díl við Winkel. Hann fái sitt gæzluvarðhald í Hólmsheiði eftir nokkur ár gegn því, að hann samþykki vistun meinlausra fanga á Reyðarfirði nú þegar. Þar er lúxusaðstaða og ekkert vantar nema girðinguna í kring. Bezt væri þó að reka Pál Winkel.