Gerið eins og Joly óskar

Punktar

Ríkisstjórn og embættismenn verða að gera eins og Eva Joly óskar. Hún nýtur trauts, sem innlendir aðilar njóta ekki, allra sízt ef þeir eru skyldir. Það væri rothögg á ímynd Íslands, ef Eva Joly viki af hólmi. Ríkisstjórnin þarf líka að átta sig á, að ekki er nóg að hefja hluti. Og halda, að embættismenn fylgi þeim eftir. Það gera þeir ekki og sumir hverjir stunda skæruhernað gegn ákvörðunum stjórnvalda. Samanber forstjóra Landspítalans, formann Sannleiksnefndar Alþingis, skilanefndir gömlu bankanna, forstjóra nýju bankanna, forstjóra Fjármálaeftirlits, dómnefnd seðlabankastjóra. Innlendir embættismenn vinna ekki vinnuna sína, nema andað sé á háls þeirra.