Gerið eins og við

Punktar

Þýzkaland mun 22. september senda umheiminum sömu skilaboð og það hefur sent áratugum saman. Þá fær Angela Merkel stuðning til að vera áfram kanzlari. Áfram mun Þýzkaland hafna þeirri stefnu að sukka sig úr erfiðleikum. Áfram verður rekin aðhaldsstefna í fjármálum með heilbrigðum ríkisrekstri, fullri atvinnu og öflugum vöruútflutningi. Settar verða skorður við peningaaðstoð við sukkara í suðrinu við Miðjarðarhaf. Að öðru leyti verður stutt við bak Evrópusambandsins og evrunnar. “Gerið eins og við”, mun Merkel segja næstu fjögur árin. Þýzkaland hefur tekið við af Norðurlöndum sem fyrirmynd Evrópu.