Sumarþreyta er í bloggi. Pólitíkusar voru skæðir fyrir kosningar, en liggja nú í leti. Pólitíkin sefur fram á haust. Gúrkutíð hefur þetta lengi verið kallað. Fátt gerist nema rifrildið um minni veiði. Bloggarar eru að skipa sér í hópa á borð við Eyjuna, sem keppir við Mbl.is og Vísir.is. Senn má búast við hópi á vegum Mannlífs. Tíðarandinn sér um að safna fréttalista af bloggi. Fyrir þá, sem ekki búa til eigin eigin krækjur til að safna því. Þar voru um 130 nafngreind blogg í gær. Við sumarsól og gúrkutíð er því gerjun á vettvanginum, sem tekið hefur við af kjöllurum í prentmiðlum.