Gerræði gefst illa

Punktar

Gerræði leysir þingræði af hólmi. Ráðherra vilja fara sínu fram, án þess að spyrja alþingi. Hafa lagt fram frumvarp um að færa megi embætti út og suður án þess að spyrja kóng eða prest. Þeir geti rifið starfsmenn upp með rótum með kostnaði upp á hundruð milljóna. Sigurður Ingi Jóhannsson ætlaði að skutla Fiskistofu til Akureyrar. Ráðherrar Framsóknar ætla að skutla nokkrum stofnunum til Skagafjarðar. Sigurður vísar til þess, að Norðmenn hafi flutt stofnanir út á land. Sá hængur er þar á, að flutningurinn reyndist illa. Starfsmenn láta ekki skutla sér og stofnanirnar drabbast niður. Gerræði er vond stjórnsýsla.