Ég sat þingflokksfundi Sjálfstæðis sem ritstjóri Vísis undir lok sjöunda áratugarins. Tími Viðreisnar með Bjarna Benediktsson sem forsætis. Mér kom Bjarni fyrir sjónir sem harðstjóri. Þingmenn hoppuðu kringum hans eins og hræddir þrælar kringum húsbónda. Hann stjórnaði með harðri hendi, lét vita, ef þeir brugðust væntingum. Suma lagði hann í einelti, svo sem Þorvald Garðar Kristjánsson. Sá kveinkaði sér, gat aldrei setið né staðið eins og Bjarni vildi. Mér sýndust fundirnir andlýðræðislegt gerræði þrælahaldara. Ég fílaði aldrei Bjarna. Sjálfstætt hugsandi fólk hefði aldrei þolað hann.